Sigurður Guðmundsson

Einar Falur Ingólfsson

Sigurður Guðmundsson

Kaupa Í körfu

Sýning á ljósmyndaverkum eftir Sigurð Guðmundsson frá áttunda áratugnum, Situations og önnur ljósmyndaverk 1970-1982, opnaði í i8 galleríi við Tryggvagötu á föstudag. Sýningin er hluti af dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Á henni er úrval rómaðra ljósmyndaverka Sigurðar frá þessum tíma, en þrátt fyrir að hann einbeitti sér þá að ljósmyndamiðlinum sækja verkin í skúlptúr og ljóðlist, auk performanslistar. Þessi verk voru unnin undir áhrifum frá Flúxus og konseptlist. Þau sýna gjarnan aðstæður þar sem listamaðurinn er einskonar staðgengill fólks í ólíkum uppákomum. Sagt hefur verið um þessi verk, sem eru mörg hver afar vel kunn og má finna í söfnum víða í Evrópu, að í þeim sameinist lýrík, húmor og þunglyndi. Verkin koma flest úr fórum listamannsins. Í sumum tilvikum er um að ræða „artist-proof“ en önnur eru tilbrigði við kunnari verk eða skissur. „Þetta er ákveðin kæfa, allt af sama meiði,“ segir Sigurður við blaðmann. „Hér eru árásargirnd og uppgjöf, póesía og tíminn, meira að segja rómantík.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar