Kaffi

Skapti Hallgrímsson

Kaffi

Kaupa Í körfu

Föstudagsmorgunn. Allir aðrir í fastasvefni, dæturnar í fríi í skólanum og konan þarf ekki að mæta í vinnu, en ég kominn á þann aldur að vakna, án nokkurrar hjálpar, fyrir allar aldir. Með stírurnar í augunum hökti ég niður í eldhús af gömlum vana, kveiki tíru og gjóa augum út um gluggann. Reyni það öllu heldur en gengur ekki sérlega vel af ýmsum ástæðum; í fyrsta lagi er ég nývaknaður, í öðru lagi ekki búinn að setja upp gleraugun, og til að bæta gráu ofan á svart er snjóskán á glugganum eftir ofankomu og blástur. MYNDATEXTI Fyrsti bolli dagsins

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar