Reykjavíkurskákmótið

Reykjavíkurskákmótið

Kaupa Í körfu

MP Reykjavíkurskákmótið hófst í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær og engin óvænt úrslit urðu í fyrstu umferðinni. 166 skákmenn frá 30 löndum taka þátt í mótinu og þar af eru 29 stórmeistarar. Úrslitin í gær voru almennt eftir bókinni, það er að hinir stigahærri unnu hina stigalægri enda styrkleikamunurinn mikill. Af 166 keppendum eru 67 íslenskir og 99 erlendir. Sigurvegari síðustu þriggja Reykjavíkurskákmóta, Hannes Hlífar Stefánsson, byrjaði vel og vann skák sína við Spánverjann Jordi Herms í aðeins 10 leikjum. Eva Einarsdóttir, formaður ÍTR, setti skákmótið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar