Bleikjuveiði

Birkir Fanndal

Bleikjuveiði

Kaupa Í körfu

Fátt er mývetnskara en veiðimaður að vitja um net sín frammi á ísnum í kafaldssnjó og sól. Halldór Árnason, bóndi í Garði, fer á vatn þessa dagana þegar gefur eins og fleiri Mývatnsbændur og sækir nokkrar bleikjur. Það gefast ekki mörg tækifæri til þess á þessum vetri því vatnið var aðeins opið fyrir bleikjuveiði frá 1.-14. mars og er gert aðallega til að menn nái að finna bragðið af bleikjunni en einnig til að halda við þeim gamla sið að fara fram á ísinn og vaka undir. Um umtalsverða veiði er ekki að ræða. MYNDATEXTI Halldór bóndi er hér að sleppa gömlum hæng sem ánetjast og sagði um leið að sá mundi borga fyrir sig næsta haust. Vonandi rætist sú spá.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar