Háhyrningar í humátt

Gunnar Kristjánsson

Háhyrningar í humátt

Kaupa Í körfu

Fastir liðir í lífi Grundfirðinga eru fleiri því líkt og undanfarin ár fyllist fjörðurinn af síld yfir vetrarmánuðina, fuglum og háhyrningum til mikillar ánægju. Á tíma í lok febrúar var fjörðurinn iðandi af háhyrningafjölskyldum líkt og búið værið að opna risastórt sjávardýrasafn. Menn úr nágrannabyggðum flykktust að til að skoða dýrðina og bátsferðir voru farnar um fjörðinn til að mynda fyrirbærið. Nokkrir þeirra sem fóru út á fjörðinn þóttust jafnvel hafa séð Keikó sjálfan og merktu það á bognum bakugga. Dregið hefur úr háhyrningagöngunni upp á síðkastið en af og til sér fólk út um eldhúsgluggann hjá sér eina og eina fjölskyldu á skemmtisundi um fjörðinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar