Fjöruverðlaunin

hag / Haraldur Guðjónsson

Fjöruverðlaunin

Kaupa Í körfu

Fjöruverðlaunin voru veitt í fimmta sinn við hátíðlega athöfn í Iðnó í gær. Verðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna og eru veitt konum af konum en dómnefndir eru einvörðungu skipaðar konum. Fjórar konur hlutu verðlaun í þremur flokkum. Skáldsagan Ljósa eftir Kristínu Steinsdóttur hlaut verðlaun í flokki fagurbókmennta, Konan sem fékk spjót í höfuðið eftir Kristínu Loftsdóttur var verðlaunuð í flokki fræðibóka og í barna- og unglingaflokki var það Þankaganga eftir Völu Þórsdóttur og Agnieszku Nowak sem var verðlaunuð. MYNDATEXTI Verðlaunahafarnir í Iðnó Kristín Loftsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Vala Þórsdóttir og Agnieszka Nowak.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar