Sorphirðumenn í Hátúni

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Sorphirðumenn í Hátúni

Kaupa Í körfu

Eflaust fögnuðu einhverjir þegar þeir litu út um gluggann í gærmorgun. Við íbúum höfuðborgarsvæðisins blasti fannhvít jörð, enda hafði snjó kyngt niður alla nóttina. Samkvæmt Veðurstofu mældist snjór dýpstur við Þykkvabæ á Suðurlandi. Þar var hann um 25 sentimetra djúpur. Á höfuðborgarsvæðinu mældist snjór allt að 18 sentimetra djúpur. Snjórinn gerði þó mörgum erfitt fyrir. Umferð var þung og nokkur umferðaróhöpp urðu sökum þess hversu slæm færðin var. Búið var að ryðja stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan sjö í gærmorgun, en mokstur gekk ekki nægilega vel að sögn lögreglu. Færri snjómoksturstæki eru til afnota í Reykjavík í ár en undanfarin ár, vegna sparnaðar. Pétur Einarsson, rekstrarfulltrúi Sorphirðu Reykjavíkurborgar, segir að sorphirða hafi gengið ansi brösulega í gær. Talið er að starfsemi Sorphirðu Reykjavíkurborgar hafi tafist um þrjár klukkustundir vegna veðurs og var unnið lengur en venjulega. Víða hafði ekki verið mokað og þurftu menn að leggja einkar hart að sér við vinnu sína í gær við að koma tunnunum að sorphirðubílunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar