Æðardúnn

Helgi Bjarnason

Æðardúnn

Kaupa Í körfu

Ferðafólk getur kynnt sér lifnaðarhætti æðarfuglsins á sýningu Æðarseturs Íslands sem opnuð verður í Norska húsinu í Stykkishólmi í vor, og keypt sér ekta dúnsængur og listmuni sem tengjast æðarfuglinum. Þá gefst gestum svítunnar á Hótel Stykkishólmi kostur á að kynnast gæðum afurðanna af eigin raun með því að sofa undir dúnsæng. Feðginin Friðrik Jónsson læknir og Erla Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi, standa fyrir uppbyggingunni en þau reka dúnhreinsistöð og útflutningsfyrirtæki í Stykkishólmi. MYNDATEXTI Æðardúnn Erla Friðriksdóttir og Friðrik Jónsson eru byrjuð að hreinsa dún í sængur sem seldar verða í verslun í Norska húsinu í sumar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar