Marz

Helgi Bjarnason

Marz

Kaupa Í körfu

Fiskur gengur kaupum og sölum út um allan heim fyrir milligöngu starfsmanna í gamla pósthúsinu í Stykkishólmi. Hjá Marz Sjávarafurðum eru sjö starfsmenn, allt konur, og fimm þeirra vinna í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Stykkishólmi. Erla Björg Guðrúnardóttir stofnaði Marz Sjávarafurðir ásamt manni sínum, Sigurði Ágústssyni, þegar hún var að ljúka námi í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík, vorið 2003. Hún var raunar búin að koma fyrstu viðskiptunum á, áður en hún lauk námi. MYNDATEXTI Frískir starfsmenn Erla Björg Guðrúnardóttir og Íris Huld Sigurbjörnsdóttir sitja við borðið og fyrir aftan þær standa Áslaug Ingibjörg Kristjánsdóttir, Sigríður Elísabet Elísdóttir og Ásta Valdís Guðmundsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar