Vör - Erla Björk Örnólfsdóttir

Helgi Bjarnason

Vör - Erla Björk Örnólfsdóttir

Kaupa Í körfu

Risinn“ í sjávarrannsóknarsetrinu Vör hefur gengist við sínu rétta nafni og heitir nú „miðlungsaskja frá Helgoland og Sylt“. Risinn er svifþörungur úr Breiðafirði sem ekki hefur fundist annars staðar hér við land og aðeins á fjórum öðrum stöðum í heiminum, eftir því sem best er vitað. Vör – sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð hefur vaktað svifþörunga í firðinum í fjögur ár. Hundruð tegunda eru í Breiðafirði. Erla Björk Örnólfsdóttir, forstöðumaður Varar, segir að fljótlega hafi sést tiltölulega stór kísilþörungur í smásjársýnum og nefndi starfsfólkið hann risann þar sem ekki tókst að greina hann í upphafi. Þótt þetta sé stór þörungur er hann aðeins einn tíundi úr millimetra og sést aðeins í smásjá. Karl Gunnarsson, þörungasérfræðingur á Hafrannsóknastofnun, leysti gátuna hálfu öðru ári síðar. Reyndist hann vera fáséður Mediopyxis helysia. Heiti hans má útleggja á íslensku: miðlungsaskja frá Helgoland og Sylt. Þörungurinn fannst fyrst Gulf of Main í Bandaríkjunum en eintökin sem notuð voru til að lýsa tegundinni komu frá þýsku eyjunum Helgoland og Sylt í Norðursjó.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar