Gæs liggur á í snjónum

Gæs liggur á í snjónum

Kaupa Í körfu

Snjókoman í Reykjavík og næsta nágrenni um helgina gerði víða strik í reikninginn en Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar, óttast ekki um fuglana. „Ég held að þeir kippi sér ekki upp við þetta,“ segir hann. Grágæsin á hreiðrinu var alla vega hin rólegasta. Vetrarhret gera smáfuglum lífið gjarnan erfitt en Jóhann Óli vill ekki kalla veðrið um helgina hret – í mesta lagi hálfhret – og fuglarnir séu stilltir inn á svona veðurbreytingar. Fyrstu fuglarnir séu búnir að verpa og fuglarnir bregðist við svona veðri með því að liggja stíft á ungum eða eggjum og haldi þannig hita á þeim. Jóhann Óli rifjar upp að hretið sem kom norðanlands 2006 hafi fellt fugla í stórum stíl en það hafi líka verið langvarandi með stífri norðanátt. „En svona lítið skot held ég að hafi lítið að segja,“ segir hann. „Ég hef ekki áhyggjur.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar