Fótbolti

Skapti Hallgrímsson

Fótbolti

Kaupa Í körfu

Sumarið hefur farið hægt af stað á Norðurlandi eystra og íbúar þurft að sitja af sér hryssingslegan júnímánuð þar sem hitinn skreið sjaldnast upp í tveggja stafa tölu. Júlímánuður virðist ætla að verða Norðlendingum blíðari og nú ber svo við að Norðausturland er sá landshluti sem kemur best út í veðurspá helgarinnar. Í ofanálag er sérlega mikið um að vera á þeim slóðum um helgina og því óhætt að mæla með því að ferðalangar sem vilja elta sólina og menningarlífið á landsbyggðinni taki stefnuna norður. MYNDATEXTI FH-ingar fagna Fótboltastrákar láta veðrið ekki skipta máli þegar kemur að því að fagna innilega, en hlýindin spilla eflaust ekki fyrir. Mótið er umfangsmikið því alls eru 168 lið skráð til leiks.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar