Hlaup í Múlakvísl

Hlaup í Múlakvísl

Kaupa Í körfu

Byrjað var að reka niður símastaura í gærkvöldi og verður unnið allan sólarhringinn að smíði brúar - Í gærkvöldi var búið að flytja um 500 manns og tugi bíla yfir ána og höfðu flutningar gengið mjög vel - Brúarsmíði er nú hafin við Múlakvísl eftir hlaupið í ánni á laugardag og áætlar Vegagerðin að verkið muni taka um það bil tíu daga. Áður var talið að það myndi taka nokkrar vikur, en þetta miðast við að allt gangi eins og best verður á kosið, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Fyrsti vörubíllinn með fullfermi af símastaurum kom að brúarsporðinum um þrjúleytið og um níuleytið var byrjað að reka þá niður með þar til gerðum stórvirkum vinnuvélum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar