Fyrsti snjórinn á Akureyri

Skapti Hallgrímsson

Fyrsti snjórinn á Akureyri

Kaupa Í körfu

Fyrsti snjór haustsins féll á Akureyri og víðar á norðanverðu landinu í fyrrinótt og bæjarbúar vöknuðu við hvíta jörð í gærmorgun. Áður hafði gránað ofan í miðjar hlíðar Vaðlaheiðar og Hlíðarfjalls. Lítils háttar snjókoma var fram eftir degi á Akureyri í gær. Börnin notfærðu sér það út í ystu æsar og bjuggu til snjókarla og snjókerlingar víða um bæinn. MYNDATEXTI Börnin notfærðu sér snjókomuna til að búa til snjókarla á skólalóðinni við Oddeyrarskóla. Á myndinni eru, frá vinstri, félagarnir Ólafur Helgi, Ellert Goði, Sæmundur og Henrik.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar