Leikskólakrakkar

hag / Haraldur Guðjónsson

Leikskólakrakkar

Kaupa Í körfu

Farþegar sem ferðuðust með strætisvögnum Strætó bs. voru um 16,5% fleiri á fyrstu níu mánuðum þessa árs samanborið við sama tímabil á síðasta ári, samkvæmt mælingu fyrirtækisins. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að farþegafjöldinn fari yfir níu milljónir á þessu ári. Fjöldinn á árinu 2010 var um átta milljónir. Mælingar Strætó á fjölda farþega byggjast á farmiðasölu. Það sem af er þessu ári voru farþegar flestir í mars; það er tæplega ein milljón. Fjöldinn í september var um 850 þúsund, í ágúst um 857 þúsund en fæstir nýttu sér strætisvagna í júlí á árinu, eða um 517 þúsund. Þeir voru þó töluvert fleiri þá en í júlímánuði í fyrra er um 408 þúsund ferðuðust með strætó. MYNDATEXTI Ungir jafnt sem aldnir taka stræó enda þægilegur ferðamáti í borgarumferðinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar