Landsæfing Landsbjargar gekk vel

Halldór Sveinbjörnsson

Landsæfing Landsbjargar gekk vel

Kaupa Í körfu

Landsæfing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldin á Ísafirði á laugardaginn. Um 300 björgunarsveitarmenn voru á æfingunni en auk þeirra komu um 200 manns að þessari stærstu æfingu félagsins á árinu. Að sögn Ólafar S. Baldursdóttur, upplýsinga- og kynningarfulltrúa Landsbjargar, gekk æfingin vel. Eitt óhapp varð þó þegar björgunarsveitabíll frá Hafnarfirði lenti í hálku á heiðinni og valt á hliðina. Enginn slasaðist en bíllinn skemmdist töluvert. MYNDATEXTI Gagnlegt Um þrjú hundruð björgunarsveitarmenn víða að af landinu komu saman á Ísafirði um helgina á árlegri landsæfingu Landsbjargar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar