Sigurvegarar í karatemóti hjá Fylki
Kaupa Í körfu
Fylkir varð Íslandsmeistari félaga í unglingaflokkum í kumite, bardagahlutanum af karate, á laugardaginn. Íslandsmeistaramót unglinga var þá haldið í Fylkissetrinu, glæsilegri aðstöðu Árbæjarfélagsins í Norðlingaholti. Fylkir og Víkingur skiptu með sér flestum Íslandsmeistaratitlum en í heildarstigum var Fylkir með 26 stig en Víkingur 20. Þórshamar og KFR fengu síðan 3 stig hvort félag. Þetta er fimmta árið í röð sem Fylkir vinnur þennan titil. Rúmlega 50 unglingar á aldrinum 12 til 17 ára tóku þátt í mótinu. Mesta spennan var í flokki 16-17 ára pilta þar sem Pétur Rafn Bryde úr Víkingi lagði Jóhannes Gauta Óttarsson úr Fylki eftir harðan bardaga sem talinn var standa uppúr á þessu móti. Einstakir Íslandsmeistarar urðu eftirtaldir: Piltar 12 ára; Þorsteinn Freygarðsson, Fylki Piltar 13 ára; Ernir Freyr Guðnason, Fylki Piltar 14-15 ára, -63kg; Ólafur E. Árnason, Fylki Piltar 14-15 ára, +63kg; Sindri Pétursson, Víkingi, Piltar 16-17 ára; Pétur Rafn Bryde, Víkingi Stúlkur 12-13 ára; Edda Óttarsdóttir, Fylki Stúlkur 14-15 ára; Helga Kristín Ingólfsdóttir, Fylki Stúlkur 16-17 ára; Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, KFR. vs@mbl.is
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir