Hæstiréttur Neyðarlögin

Hæstiréttur Neyðarlögin

Kaupa Í körfu

Lögmenn nokkurra hagsmunaaðila takast í hendur í gær eftir að Hæstiréttur hafði kveðið upp dóm sinn um lögmæti neyðarlaganna frá 2008. Um 70 kröfuhafar í þrotabú Landsbankans íhuga að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þeir eru vonsviknir. „Hópurinn hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að löggjöfin sem setur innistæður sem forgangskröfur brjóti gegn grundvallarréttindum sem kveðið er á um í stjórnarskrá Íslands og í Mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir í yfirlýsingu hópsins. „Sú niðurstaða Hæstaréttar að staðfesta þessi lög leiðir til þess að kröfuhafarnir telja sig tilneydda að íhuga málshöfðun gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu.“

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar