Banhungraðar gæsir á Austurvelli

Banhungraðar gæsir á Austurvelli

Kaupa Í körfu

Jarðbönn, líkt og verið hafa á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur, koma ákaflega illa við gæsirnar sem halda til í borgarlandinu enda eru þær grasbítar að eðlisfari. Ólafur K. Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að um 500-1.000 gæsir hafi vetursetu á höfuðborgarsvæðinu, flestar við Reykjavíkurtjörn. Undanfarna vetur hafi þær yfirleitt átt auðvelt með að ná sér í æti á grasflötum sem nú hafa verið undir snjó óvenjulengi. Í svona tíð séu þær algjörlega háðar matargjöfum. Almenningur gefur gæsunum brauð við Tjörnina, a.m.k. um helgar, en undanfarið hafa gæsir leitað sér ætis í miðborginni, m.a. á Austurvelli og í Austurstræti. „Það er til marks um að þær séu banhungraðar,“ segir Ólafur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar