Hrafnhildur Skúladóttir íþróttamaður Reykjavíkur

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hrafnhildur Skúladóttir íþróttamaður Reykjavíkur

Kaupa Í körfu

Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, handknattleikskona úr Val, var í gær útnefnd íþróttamaður Reykjavíkur árið 2011 og tók hún við viðurkenningunni úr hendi Jóns Gnarrs borgarstjóra við hátíðlega athöfn í Höfða. Hrafnhildur fékk bæði eignar- og farandbikar frá Reykjavíkurborg, ásamt 200 þúsund króna styrk frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Hrafnhildur var fyrirliði Valsliðsins sem varð Íslandsmeistari vorið 2011, sem og íslenska landsliðsins sem stóð sig mjög vel á heimsmeistaramótinu í Brasilíu í desember. Hún er leikja- og markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar