Mýrdalur

Helgi Bjarnason

Mýrdalur

Kaupa Í körfu

Lítið hótel sem var opnað í gömlu skólahúsnæði í Mýrdal í fyrrasumar hefur fengið sérlega lofsamleg ummæli hjá gestum. Það hefur dregið aðra gesti að. Útlitið fyrir þetta ár er gott. „Það hafði lengi blundað með okkur að vera með lítið hótel í háum gæðaflokki,“ segir Margrét Birgisdóttir sem rekur Volcano hotel í Ketilsstaðaskóla með manni sínum, Jóhanni Vigni Hróbjartssyni, bróður hans og mágkonu, Einari Hróbjartssyni rafvirkja og Þyri Gunnarsdóttur ferðamálafræðingi. Öll stunda þau aðra vinnu. Margrét rekur til að mynda snyrtistofu í Vík. Vegna áhuga síns á ferðaþjónustu fór hún í ferðamálanám við Háskólann á Hólum í fyrravetur. MYNDATEXTI Margrét Birgisdóttir og Jóhann Vignir Hróbjartsson

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar