Vilhjálmur og kiðlingarnir

Atli Vigfússon

Vilhjálmur og kiðlingarnir

Kaupa Í körfu

Það hefur ekki verið vorlegt úti í náttúrunni að undanförnu enda nokkuð í að vetrinum linni samkvæmt almanakinu. Hins vegar er sólin farin að hækka á lofti og smám saman fara að sjást merki þess að vorið sé framundan. Í útihúsunum á Rauðá í Þingeyjarsveit er orðið líflegt en þar hafa fæðst nokkrir kiðlingar allt frá því að þorrinn byrjaði. Þó svo að þeir séu ekki gamlir eru þeir strax orðnir mannelskir og vilja láta klappa sér. Vilhjálmur Grímsson bóndi hefur gaman af ungviðinu og leyfir þeim að fara frjálst um útihúsin til þess að uppátæki þeirra fái að njóta sín.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar