Raftákn

Skapti Hallgrímsson

Raftákn

Kaupa Í körfu

Fyrirtækið Raftákn er fyrst íslenskra verkfræðistofa orðið „samstarfsaðili Siemens í útfærslu lausna á sviði sjálfvirknivæðingar,“ – „Siemens Solutions Partner,“ eins og segir á skjali sem Árni V. Friðriksson framkvæmdastjóri tók við í vikunni. „Slíka staðfestingu veitir Siemens einungis þeim samstarfsaðilum sem uppfylla þeirra kröfur um þekkingu og færni í lausnum á sviði sjálfvirknivæðingar og veitir leyfi til að nota á heimasíðu og á öðru kynningarefni tiltekið merki,“ segir í tilkynningu. Þrír starfsmenn Raftákns, Friðgeir B. Valdimarsson, Hans L. Karlsson og Jóhannes Sigmundsson, þreyttu próf hjá Siemens á síðasta ári og stóðust allir. MYNDATEXTI Johan Sidfäldt frá Siemens AB í Svíþjóð og Árni V. Friðriksson, framkvæmdastjóri verkfræðistofunnar Raftákns á Akureyri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar