Svarta keilan

Svarta keilan

Kaupa Í körfu

Svarta stálkeilan á granítsteininum, minnisvarði um borgaralega óhlýðni, er skúlptúr eftir spænska listamanninn Santiago Sierra. Hún er enn á sínum stað á Austurvelli, framan við Alþingishúsið. Steinninn var settur upp á þriggja ára afmæli búsáhaldabyltingarinnar svonefndu í janúar og var hluti af gjörningi listamannsins í boði Listasafns Reykjavíkur. Sierra er þekktur fyrir ádeilu á kapítalískt markaðshagkerfi. Soffía Karlsdóttir, kynningarstjóri hjá Listasafninu, segir að verkið muni standa fram til 15. apríl þegar vetrardagskrá safnsins lýkur en ekki hafi verið tekin ákvörðun um næstu skref.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar