Fálkinn Gústi bíður hreinsunar

Fálkinn Gústi bíður hreinsunar

Kaupa Í körfu

Fálkinn Gústi er nú í Húsdýragarðinum eftir að hafa lent í grút fyrir utan Grundarfjörð. Feðgarnir Gústav Ívarsson og Gústav Alex Gústavsson í Grundafirði tóku eftir fálkanum á leið heim frá vinnu og sáu að hann gat ekki hafið sig til flugs. Þeim tókst að ná fálkanum með því að kasta úlpu yfir hann, grípa í fæturna og hlaupa með hann í bíl. Feðgarnir höfðu samband við Náttúrustofu Vesturlands og fuglinn var fluttur í Húsdýragarðinn þar sem hann verður þrifinn. Jón Gíslason dýrahirðir segir að fálkanum verði gefið að éta áður en hann verður baðaður, líklega í dag eða á morgun. Eftir baðið verður fuglinn settur í útibúr í Húsdýragarðinum. Þar mun hann safna kröftum þar til honum verður sleppt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar