Ísdorg á Mývatni

Birkir Fanndal Haraldsson

Ísdorg á Mývatni

Kaupa Í körfu

Einmuna blíða var við Mývatn á laugardaginn og mátti þá aldrei þessu vant sjá menn dorga á vatninu. Þeir sátu þar á skörinni Gylfi Yngvason og Sigurður Marteinn og nutu stundarinnar, þó litlar sögur fari af veiðinni. Það er vissulega ævintýralegt um að litast á veiðistaðnum við ísröndina. Staðurinn heitir við Geilarauga skammt norður frá Höfða. Það sér í Hrútey og fjær á Vindbelgjarfjall. Það eru fáir sem gefa sér tíma til þess núorðið að fara að dorga á Mývatni. Til margra ára hefur lítið sem ekkert veiðst þó setið hafi verið á skörinni. Þó veiddist fallegur silungur sem gladdi veiðimenn á bleikjuveiðitímabilinu sem varði í tvær vikur framan af mars.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar