Samherji

Skapti Hallgrímsson

Samherji

Kaupa Í körfu

Umfangsmiklar húsleitir voru gerðar í starfsstöðvum útgerðarfyrirtækisins Samherja í gær í Reykjavík og á Akureyri. Alls tóku um 25 starfsmenn gjaldeyriseftirlits Seðlabankans og embættis sérstaks saksóknara þátt í húsleitinni en að sögn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, ritstjóra Seðlabankans, var að auki haft samráð við embætti Tollstjóra. MYNDATEXTI Húsleit Starfsmenn sérstaks saksóknara bera kassa inn í höfuðstöðvar Samherja á Akureyri í gær. Aðgerðirnar hófust fyrir hádegi og stóðu langt fram eftir degi. Lagt var hald á mikið magn gagna í húsleitinni. —

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar