Leikrit í Hlíðarskóla

Leikrit í Hlíðarskóla

Kaupa Í körfu

Söngleikurinn Hver er ég? í flutningi unglinga í 8.-10. bekk í Hlíðaskóla var frumsýndur um síðustu helgi fyrir fullu húsi áhorfenda. Þótti sýningin, sem fjallar um undirheimana og ógn fíknarinnar fyrir ungt fólk, hafa takist vel og ríkti hátíðarstemning í salnum. Anna Flosadóttir, kennari við skólann, leikstýrir sýningunni en hún hefur um áraraðir unnið ötullega að því að kynna unglingum í skólanum listir og menningu. Sjötta og jafnframt síðasta sýningin fer fram næstkomandi þriðjudag klukkan 19.30 og er athygli vakin á því að þessi sýning er táknmálstúlkuð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar