Akureyri - Denver

Skapti Hallgrímsson

Akureyri - Denver

Kaupa Í körfu

Stór hópur frá bandarísku borginni Denver sótti Akureyri heim í gær, þar á meðal borgarstjórinn, Michael B. Hancock og fjöldi fólks úr ferðaþjónustunni. Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, var með í för. Hancock borgarstjóri og Eiríkur Björn Björgvinsson, starfsbróðir hans á Akureyri, undirrituðu við hátíðlega athöfn í Hofi viljayfirlýsingu um að komið verði á formlegu vinabæjasambandi á milli Denver og Akureyrar sem fyrst, með áherslu á samvinnu á sviði menningarmála, menntunar og viðskipta. Denver er í Colorado-ríki, við rætur Klettafjalla. Í borginni og næsta nágrenni búa um 620 þúsund manns. MYNDATEXTI Framtíðarvinir Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, og Michael B. Hancock, borgarstjóri í Denver.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar