Akureyri -

Skapti Hallgrímsson

Akureyri -

Kaupa Í körfu

Tvennir gríðarlega vel heppnaðir tónleikar voru í Hofi síðastliðið laugardagskvöld. Þar var Evróvisjón-stemning í algleymingi; hluti Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands kom fram ásamt kór og bakröddum og söngvararnir Friðrik Ómar og Regína Ósk fluttu hvern smellinn af öðrum, úr Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva frá upphafi. Heiðursgestir voru Greta Salóme og Jónsi, sem keppa fyrir Íslands hönd í Aserbaídsjan. Þau fluttu lag Gretu, Never Forget. MYNDATEXTI Gaman Mikið fjör var á tvennum Evróvisjón-tónleikum í Hofi síðasta laugardagskvöld. Greta Salóme, Friðrik Ómar, Regína Ósk og Jónsi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar