Gróðureldar í Heiðmörk

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Gróðureldar í Heiðmörk

Kaupa Í körfu

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út síðdegis vegna elds sem logaði í gróðri í Heiðmörk. Búið er að ná tökum á eldinum og að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu er nú unnið að því að tryggja að eldurinn blossi ekki aftur upp á nýjan leik. Hann logaði á nokkuð stóru svæði Þegar mest lét tók á fimmta tug manns þátt í aðgerðunum á vettvangi, þar af um 15 slökkviliðsmenn og um 15 björgunarsveitarmenn. Þá var kallað eftir liðsinni þyrlu Landhelgisgæslu Íslands en sú beiðni var hins vegar afturkölluð þar sem ágætlega gekk að ná tökum á eldinum. Eldsupptök eru ókunn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar