Hugarafl afmæli og ganga

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hugarafl afmæli og ganga

Kaupa Í körfu

Hugarafl, sem fagnar 9 ára afmæli í dag, stóð fyrir rúmruski í miðborg Reykjavíkur til að vekja athygli á því að geðraskanir eru langt frá því að vera leyst vandamál. Sjúkrarúmi með „sjúklingi var ýtt frá bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans við Hringbraut, um Skólavörðustíg og alla leið niður á Lækjartorg, en þar var svo sungið og farið í leiki. Voru allir velunnarar félagsins hvattir til að mæta í náttfötum og náttsloppum við þetta tækifæri. Í framhaldinu var boðið til afmæliskaffis í húsnæði Hugarafls, að Borgartúni 22. „Með þessu viljum við vekja athygli á að geðraskanir eru langt frá því að vera leyst vandamál. Þessi vandi verður ekki leystur með því að fela hann inni á geðdeildum. Stórt skref í rétta átt er að gera vandann sýnilegan, útrýma fordómum og nálgast hann á heildrænan hátt, þ.e. ekki bara sem læknisfræðilegt eða líkamlegt vandamál, heldur sem félagslegt og sálrænt vandamál líka,“ segir í tilkynningu frá Hugarafli.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar