Lykilráðgjöf ehf. í Keflavík

Helgi Bjarnason

Lykilráðgjöf ehf. í Keflavík

Kaupa Í körfu

Stofnuðu Lykilráðgjöf ehf. í Keflavík eftir að hafa unnið saman að nokkrum verkefnum "Þetta samstarf okkar hefur verið að þróast í tvö ár og er nú komið í þennan farveg. Fyrstu viðbrögð sýna að þetta er ekki alrangt hjá okkur," segir Guðmundur Pétursson, stjórnarformaður Lykilráðgjafar ehf., Turnkey Consulting Group (TKC-Group), í Keflavík. Ráðgjafarfyrirtæki hans og Ríkharðs Ibsen höfðu forgöngu um stofnun félagsins og annast Ríkharður framkvæmdastjórn. Guðmundur Pétursson rekur RV ráðgjöf-verktaka ehf. sem hefur einkum unnið að ráðgjöf við verktöku og rekstur og rekur auk þess leikskólann Krók í Grindavík. Fyrirtæki Ríkharðs, RI-ráðgjöf ehf., sérhæfir sig í gerð viðskiptaáætlana. Leiðir þeirra tveggja hafa legið saman í nokkrum verkefnum og varð það til þess að þeir ákváðu að taka upp formlegt samstarf og leita til fleiri aðila um þátttöku. MYNDATEXTI: Guðmundur og Ríkharður: Ætlum að taka þátt í uppbyggingunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar