Eldsvoð á Óseyrarbraut

Júlíus Sigurjónsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Eldsvoð á Óseyrarbraut

Kaupa Í körfu

Mikill eldur, sem kom upp í fiskvinnsluhúsi við Óseyrarbraut 11 í Hafnarfirði í nótt, hefur nú verið slökktur. Brunavakt er nú við húsið, en talin er hætta á að glóð gæti enn leynst þar. Lögreglumenn á eftirlitsferð um hverfið tilkynntu um eldinn um hálftvöleytið í nótt. Þegar mest var voru 60 slökkviliðsmenn á staðnum. Húsið var mannlaust. „Við sendum strax 20 menn af þremur stöðvum á staðinn og kölluðum síðan fljótlega út um 40 manns til viðbótar,“ segir Ólafur Ingi Grettisson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. „Við tókum á þessu með duglegu áhlaupi og tókst að berja eldinn vel niður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar