Kringla Geymsla

Sverrir / Sverrir Vilhelmsson

Kringla Geymsla

Kaupa Í körfu

Geymslu við Kringluna var lokað við athöfn á sunnudaginn af Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra. Hún hefur að geyma hluti úr samtímaverslunarsögu Íslendinga. Undanfarið hefur verið unnið að því í Kringlunni að taka sýnishorn úr verslunum og koma þeim fyrir í geymslunni sem stendur austan við nýbyggingu Kringlunnar. Kaupmenn Kringlunnar lögðu til hluti úr verslunum sínum og þjónustustöðum og lokuðu inni í geymslunni. Um er að ræða sýnishorn af þeim vörum sem eru vinsælar og mikið notaðar nú á fyrstu vetrardögum 1999. Geymslan verður ekki opnuð aftur og munu vörurnar því ekki koma í ljós fyrr en rammgerð geymslan gefst upp fyrir tímans tönn. Geymslan er hugarfóstur Kristins E. Hrafnssonar myndlistarmanns og Steves Christers arkitekts. Þjóðminjasafn Íslans ber ábyrgð á geymslunni og þeim munum sem í henni eru.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar