Miðdalur

Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Miðdalur

Kaupa Í körfu

„Við höfum gaman af þessu öllu. Við erum í þessu alla daga og búskapurinn er vinnan og áhugamálið,“ segir Jón Grétarsson, bóndi á Hóli í Sæmundarhlíð í Skagafirði, en bú þeirra hjóna, Jóns og Hrefnu Hafsteinsdóttur, er næst afurðahæsta kúabú landsins. Kúabúið á Hóli hefur verið meðal afurðahæstu búa landsins undanfarin ár, efst árið 2010. Baráttan um efsta sætið fyrir síðasta ár stóð milli Hóls og Miðdals í Kjós þar sem hjónin Guðmundur H. Davíðsson og Svanborg Anna Magnúsdóttir ráða ríkjum. Þeirra bú hefur verið í forystu undanfarna mánuði og varð efst á lokalistanum. MYNDATEXTI Miðdalur Svanborg Anna Magnúsdóttir og Guðmundur H. Davíðsson, bændur í Miðdal í Kjós. Næst þeim er kýrin Varúð, önnur afurðahæsta kú síðasta árs. Hún lagði til búsins tæplega 13 þúsund lítra mjólkur á árinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar