Kiðlingur - Sigurður Rúnar Ólafsson
Kaupa Í körfu
Margt brallað í geitahúsinu eftir að kiðlingur kom í heiminn Það varð uppi fótur og fit á bænum Pálmholti í Þingeyjarsveit nýlega þegar ábúendur komu í útihúsin. Kiðlingur, sem enginn hafði átt von á, var þá kominn í heiminn. Sigurður Rúnar Ólafsson bóndi segir að heimilisfólkið hafi séð að geitin, sem heitir Fína, væri þung á sér, en ekki dottið í hug að þetta yrði svona snemma. Fyrsti vorboðinn Það var uppi fótur og fit á bænum Pálmholti í Þingeyjarsveit nýlega þegar ábúendur komu í útihúsin, en þá var kominn kiðlingur í heiminn sem enginn hafði átt von á. Sigurður Rúnar Ólafsson bóndi segir að heimilisfólkið hafi séð að geitin, sem heitir Fína, væri þung á sér, en ekki dottið í hug að þetta yrði svona snemma. Hún eignaðist kiðling í fyrra í byrjun mars, en janúar er allt annar tími. Kiðlingurinn er auðvitað kærkominn vorboði í þeirri vetrartíð sem verið hefur og nú er mikið leikið sér í geitahúsinu. Í Pálmholti eru sex fullorðnar geitur sem Sigurður Rúnar og kona hans Linda Hrönn Ríkharðsdóttir búa með og fleiri huðnur eiga von á sér þegar sól hækkar meir á lofti. Á myndinni má sjá Sigurð Rúnar með kiðlinginn sem hefur gaman af návistinni við mannfólkið og margt er brallað m.a. stokkið upp í garða og hoppað upp á heyrúllur öllum til óblandinnar gleði. Sent í gamni. Spurning hvort þið hafið gott pláss fyrir þessa mynd í blaðinu á morgun. Takk fyrir síðustu birtingu af brauðkindunum og öndunum. Mbkv. ATLI
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir