Slökkviliðsmenn

Kristján Kristjánsson

Slökkviliðsmenn

Kaupa Í körfu

Slökkviliðið á Akureyri fékk nokkuð óvenjulega beiðni senda til sín með tölvupósti. Liðsmenn voru beðnir um aðstoða við að ná hvönn niður úr flaggstöng og voru það börn úr leikskólanum Pálmholti sem óskuðu eftir hjálp hinna vösku slökkviliðsmanna. Börnin voru í hópstarfi og snerist eitt verkefnanna um að ná hvönninni og eftir að málin höfðu verið rædd frá ýmsum hliðum varð niðurstaðan sú að leita ásjár slökkviliðs enda ættu menn þar á bæ góðan bílakost og körfur sem kæmust hátt í loft upp. Á slökkvistöðinni var brugðist vel við bóninni og mættu þeir Viðar Þorleifsson og Sigurður L. Sigurðsson á staðinn og náðu hvönninni niður. Á eftir fengu svo börnin að finna aðeins fyrir vatnsbyssum þeirra og höfðu gaman af.myndvinnsla akureyri. slökkviliðsmenn á leikskólanum Pálmholti. litur. mbl. kristjan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar