Rex gerður upp með hreinsun og málningu

Albert Kemp

Rex gerður upp með hreinsun og málningu

Kaupa Í körfu

Undangengin ár hafa Fáskrúðsfirðingar haft fyrir augunum bátinn Rex NS 3 í skrúðgarði bæjarins. Bátinn gaf Árni Jón Sigurðsson á Seyðisfirði eftir að hann var úreltur sem fiskibátur. Var Rex settur upp á 90 ára afmælisári Búðahrepps 1997. Hugsunin með því var að varðveita hann til minningar um Einar Sigurðsson, bátasmið frá Odda. Einar rak trésmíðaverkstæði í áratugi, byggði marga báta og íburðarhús á staðnum og var auk þess virtur skipasmiður um allt land. MYNDATEXTI: Bátaviðgerð Finnbogi Jónsson og Albert Kemp við Rex NS að verki loknu. Nutu þeir aðstoðar margra góðra manna við endurgerð bátsins.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar