Ísland - Grænland

Sverrir Vilhelmsson

Ísland - Grænland

Kaupa Í körfu

Samstarfssamningur milli Íslands og Grænlands í ferðamálum. Samgönguráðherrar Íslands og Grænlands, Sturla Böðvarsson og Simon Olsen, undirrituðu í gær í Ráðherrabústaðnum samstarfssamning milli landanna á sviði ferðamála. Tilgangur samningsins, sem hefur fengið nafnið SAMIK, er að auka ferðalög á milli Íslands og Grænlands. Stefnt er að því að fjölga farþegum á milli landanna um a.m.k. 30% á samningstímanum sem er til ársloka 2002. Einnig er stefnt að því að þeir erlendu ferðamenn sem koma til landanna geti heimsótt bæði löndin í sömu ferðinni. Löndin leggja fram jafnháa upphæð til samstarfsins, eða tíu milljónir íslenskra króna á ári. Hvor aðili tilnefnir þrjá fulltrúa í stjórn SAMIK.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar