Barnaspítali Hringsins

Barnaspítali Hringsins

Kaupa Í körfu

Tarzan í góðverkum EFNT var til styrktarsýningar til handa Barnaspítala Hringsins á teiknimynd Disneys, Tarzan, og var uppselt á forsýninguna. Hún var svo formlega tekin til sýninga á föstudag. Vífilfell, Sambíóin og Æskulína Búnaðarbankans stóðu að þessari sýningu og var afraksturinn um 330 þúsund krónur sem afhentar voru Barnaspítala Hringsins á fimmtudag. MYNDATEXTI: Björn og Alfreð Árnasynir afhenda fulltrúum Barnaspítala Hringsins, leikskólakennurunum Áslaugu Jóhannsdóttur og Lindu Þórðardóttur, ávísun upp á um 330 þúsund. Tarzan virðist hafa brugðið sér frá þegar myndin var tekin en snjókarl Búnaðarbankans leysti hann af hólmi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar