Nemendur í 1. bekk gróðursetja tré

Guðrún Vala Elísdóttir

Nemendur í 1. bekk gróðursetja tré

Kaupa Í körfu

Nemendur úr 1. bekk Grunnskólans gróðursettu 60 birkiplöntur nýlega í skógræktinni að Borg á Mýrum. Þetta var 10. skiptið sem farið er á vegum Grunnskólans sem hefur frá árinu 1997 sett niður tré á afmörkuðu svæði á milli tveggja klettabelta. Á svæðinu, sem er hluti af heimalandi prestsetursins, hefur verið gróðursett í hlíðar og meðfram mýri sem liggur fyrir miðju. Aðallega hefur birki verið gróðursett en eitthvað af furu og lerki. Krakkarnir fóru ásamt umsjónarkennara sínum, Margréti Jóhannsdóttur, stuðningsfulltrúum og nokkrum foreldrum sem komu til að aðstoða. Sædís Guðmundsdóttir, garðyrkjufræðingur og Guðríður Ebba Pálsdóttir komu með plönturnar sem allar eru ræktaðar hér í Borgarbyggð. Sædís sýndi krökkunum hvernig átti að bera sig að við gróðursetninguna. Síðan var tekið til hendinni og lögðu allir sitt af mörkum þar til plönturnar 60 voru komnar í fasta jörð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar