Tónleikar Daniels Johnston í Fríkirkjunni
Kaupa Í körfu
Svavar Knútur var í stuði. Þétt var setið á bekkjum og gólfi Fríkirkjunnar í Reykjavík síðastliðinn mánudag þar sem Daniel Johnston spilaði fyrir áhorfendur. Fyrir þá sem ekki þekkja þá er Johnston bandarískur tón- og myndlistarmaður sem hefur á síðari árum safnað að sér dyggum hópi áhangenda og hefur orðið að hálfgerðu költi. Með Johnston spilaði einvalalið tónlistarmanna og má þar helst nefna Svavar Knút sem spilaði á gítar og söng bakraddasöng. Það mátti sjá mikla gleði í áhorfendaskaranum þegar Johnston steig á sviðið og ekki minnkaði hún þegar hann byrjaði að spila. Hljómsveitin sem spilaði með honum studdi hann vel og ljúfsárir textar laga hans komust einkar vel til skila. Tvö lög stóðu upp úr hjá Johnston en það voru lögin True Love Will Find You in the End og Go en þess má geta að Sparklehorse og The Flaming Lips gerðu frábæra útgáfu af laginu á sínum tíma. Það var virkilega góð stemning í Fríkirkjunni og í raun synd að tónleikarnir voru ekki lengri. Sá sem skipulagði tónleikana, Ágúst Már Garðarsson, á hrós skilið fyrir að fá Johnston til landsins og vonandi ekki í eina skiptið sem við sjáum hann hér á landi.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir