Daníel Haukur Arnarsson

Daníel Haukur Arnarsson

Kaupa Í körfu

Daníel Haukur Arnarsson - Sigríður Klingenberg kynnir hann á svið sem næstu stórstjörnu okkar Íslendinga og lofar því að salurinn muni rísa á fætur þegar stjarnan hefur sungið. Það er hváð í salnum og efinn leynir sér ekki þegar hinn ungi Daníel Haukur Arnarson stígur fram, hógvær í fasi. Hann syngur þrjú lög og að þeim loknum eru tár þurrkuð af hvarmi, lófaklappið dynur og salurinn rís. Hver er þessi vonarstjarna? Páll Óskar á veggjunum Það leikur forvitni á að vita hvað verður til þess að svona ungur og efnilegur, áður rokksöngvari úr Músiktilraunum heillast af klassískum söng. „Ég held að þetta hafikviknað út frá jólalögum. Mér fannst þessi hátíðlegu lögalltaf vera þau fallegustu. Svo fór ég að hlusta á þau og þá sem sungu þau og valdi úr þá sem ég vildi herma eftir og einhvern veginn endað ég alltaf á þessum stóru söngvurum. Ég heillaðist mikið af Pavarotti, Plácido Domingo, Andrea Bocelli og þessum stóru körlum með miklar raddir

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar