Sundlaug Ólafsvíkur

Alfons Finsson

Sundlaug Ólafsvíkur

Kaupa Í körfu

Miklar endurbætur standa nú yfir við sundlaug Ólafsvíkur. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 165 milljónir króna. Kristinn Jónasson, bæjarstóri Snæfells- bæjar, segir í samtali við Morgunblaðið að fram- kvæmdin sjálf felist í því að skipt verður um allan búnað laugarinnar, hreinsikerfi og slíkt og allar lagnir. Þá verður útbúin aðstaða utandyra þar sem verða tveir heitir pottar og ein vaðlaug. Þá er áformað að setja upp rennibrautir í framtíðinni. Skipta þarf um jarðveg þar sem útiaðstaðan verður og hófust þær framkvæmdir í vikunni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar