Bæjarlífsmynd 27. júlí

Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson

Bæjarlífsmynd 27. júlí

Kaupa Í körfu

Sláttur í Hvítárholti, Bræðratunga handan Hvítár. Það hefur sannað sig rækilega nú í sumar máltækið að „margir eiga allt sitt undir sól og regni“. Kalt vor, kaldur júní og votviðrasamur júlí- mánuður hafa einkennt sumarið þar til virkilega hlýnaði nú í byrjun vik- unnar. Örfáir þurrkdagar hafa þó kom- ið inn á milli og hafa bændur, eink- um kúabændur, náð heyjum með nýjustu tækni, binda í plastumbúðir eða setja í stæður. Spretta var eðli- lega treg í þessari kuldatíð en nú er víðast komin ágætis slægja nema þar sem sauðfé var beitt á tún í vor. Hlýindi og sólskin síðustu daga hafa gert gæfumuninn, flestir ljúka fyrri slætti í þessum brakandi þurrki sem enn er þegar þetta er skrifað. Háarspretta getur einnig orðið þokkaleg ef hitastig verður við- unandi næstu vikur. Dæmi eru um að seinni sláttur sé hafinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar