Nora Magasin

Rósa Braga

Nora Magasin

Kaupa Í körfu

Veitingastaðurinn Nora Magasin er í eigu matreiðslumannsins Völundar Snæs Völundarsonar og var opnaður um miðjan júní. Veitingastaðurinn stendur þar sem Íslenski barinn var áður til húsa, við Austurvöll. Brynja Skjaldardóttir er rekstrarstjóri staðarins og hin fransk-japanska Sophie Anake galdrar fram gómsæta rétti í eldhúsinu. Anake er fædd í vínhéraði í Frakklandi í bænum Burgundy og hefur marga fjöruna sopið. Fyrst um sinn starfaði hún sem arkitekt áður en hún ákvað að gerast matreiðslukona. Anake hefur þó komið víða við og til að mynda hefur hún starfað sem kokkur í London og New York en einnig rekið vínbari í Japan og í heimabæ sínum, Burgundy í Frakklandi. Nú síðast var hún á leið til Frakklands frá Tókýó í Japan þegar hún ákvað að staldra við á Íslandi og hefur ekki farið héðan síðan.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar