Helgi Kristófersson er 55 ára í dag

Sigurður Bogi Sævarsson

Helgi Kristófersson er 55 ára í dag

Kaupa Í körfu

Yfirleitt hef ég verið á ferðalögum á afmælinu mínu. Síðustu daga hefur hluti fjölskyldunnar verið austur í Fljótshlíð, þar sem við eigum afdrep. Þar reynum við að eyða okkar frí- stundum,“ segir Helgi Kristófersson sem er 55 ára í dag. Helgi hefur starfað hjá Múlalundi síðan 1995 og verið markaðsstjóri, fram- kvæmdastjóri og fleira. „Margir sem til okkar koma hafa kannski takmarkaðan styrk lík- ama og sálar eftir áföll. Atvinna með stuðningi og hæfilegum kröfum ræður hins vegar því að stundum gerast nánast kraftaverk og eftir fá- eina mánuði eða ár er fólkið jafnvel komið á beina braut,“ segir Helgi sem er húsasmíðameistari að mennt. Lauk 1988 námi rekstrarfræði við Tækniskóla Íslands og segir námið hafa reynst frábæran grunn. Í tímanna rás hefur Helgi komið að ýmsum félagsmálum og er í dag formaður samtakanna Betra Breiðholts , sem stofnuð voru árið 2006. Þau vinna að ýmsum velferðarmálum Breiðhyltinga og hafa, að sögn Helga, komið mörgu góðu til leiðar. Megi þar t.d. nefna bætta aðstöðu gangandi og hjólandi vegfarenda. „Með samstöðu má ná ótrúlegum árangri, ekki síst þegar haft er í huga að í Breiðholtinu búa liðlega 20 þúsund manns,“ segir Helgi – sem er kvæntur Guðrúnu Eysteins- dóttur stuðningsfulltrúa. Eiga þau þrjú börn, sem eru milli tvítugs og þrítugs og eitt barnabarn. sbs@mbl.is

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar