Mærudagar á Húsavík

Hafþór Hreiðarsson

Mærudagar á Húsavík

Kaupa Í körfu

Mærudagar á Húsavík: Appelsínugulir ganga fylktu liði niður á hafnarstétt. „Í ljósi reynslu helgarinnar erum við að sjálfsögðu tilbúin að endur- skoða fyrirkomulag þessarar bæj- arhátíðar,“ segir Einar Gíslason framkvæmdastjóri Mærudaga sem haldnir voru á Húsavík um helgina. Mikil ölvun var á hátíðinni, ill- indi og átök. Fjórar líkamsárásir komu á borð lögreglu, þar af ein alvarleg, og liggja kærur fyrir. Eftir aðfaranótt sunnudagsins voru allir fangaklefar lögreglu fullir. Lögreglan á Húsavík sagði á mbl.is að frá hennar bæjardyrum séð hefðu Mærudagar aldrei verið jafn erfiðir. Yfir hábjartan daginn, þegar fjölskyldufólk var mest áberandi á hátíðardagskrá, var hins vegar allt í góðum málum. Nærri 5.000 manns voru á Mærudögum, þar með taldir um 2.200 íbúar á Húsavík. „Mér finnast lýsingar lögregl- unnar fullmiklar. Ég tel að þokka- lega hafi tekist til, en ég geri held- ur ekki lítið úr alvarleika líkamsárásanna. Hins vegar reynd- um við eins og alltaf að skapa há- tíðinni trausta umgjörð, svo sem fyrir unglingana sem hingað komu,“ segir Einar Gíslason.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar