Hestalandsliðið til Berlínar

Helgi Bjarnason

Hestalandsliðið til Berlínar

Kaupa Í körfu

Hestarnir sem keppa fyrir hönd Ís- lands á Heimsleikunum í Berlín voru klæddir í ullarsokka á Keflavíkur- flugvelli og límbandi vafið um hófa þeirra til hlífðar fyrir flutninginn úr landi. Kveðjustundin var sumum eigendum erfið enda eiga hestarnir ekki afturkvæmt til landsins. Fjórtán hestar af þeim 21 sem Ís- lendingar senda á leikana fóru í gær- morgun með flutningaflugvél Ice- landair Cargo til Liege í Belgíu, auk tveggja hesta sem taka þátt í rækt- unarbússýningu leikanna. Sjö hest- anna sem keppt verður á koma beint frá heimkynnum sínum í Evrópu. Hestarnir fara í dag með flutn- ingabíl til Berlínar. Með þeim eru nokkrir knapar. Það sem eftir er af landsliðinu hér heima fer til Berlínar á fimmtudaginn en heimsleikarnir hefjast á sunnudag. Ullarsokkarnir og límbandið er til hlífðar hófum hestanna og vegna þess að þeir fá undanþágu til að vera á járnum í flutningnum sem annars er ekki leyft. Sokkarnir voru af ýms- um litum og gerðum. Þróttur frá Fróni var sérstaklega vel sokkaður enda prjónaði Dagný Ragnarsdóttir, móðir Örnu Ýrar Guðnadóttur knapa, þá sjálf. Sagði raunar að pöntunin hefði komið fullseint og hún hefði þurft að hafa snör handtök síðustu daga

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar